Greinar
Hvernig á að stilla upp taflmönnum

Hvernig á að stilla upp taflmönnum

CHESScom
| 252 | Fyrir Byrjendur

Ef þú átt skáksett og vilt byrja að tefla, þarftu fyrst að stilla öllu rétt upp.

Skref 1: Leggðu borðið niður með hvítan reit niðri í hægra horninu.
Það er mikilvægt að stilla borðinu rétt upp. Auðveld leið til að muna þetta er "hægri hvítur".

Skref 2: Stilltu peðunum upp í annarri röð.
Það er gott að stilla peðunum upp fyrst til að losna við þau úr hrúgunni og flýta þannig fyrir.

Skref 3: Settu hrókana í hornin.

Það er auðvelt að muna eftir því, alveg eins og turnar á hornum kastala.

Skref 4: Settu riddara við hlið hróks. 

Ímyndaðu þér að þú sért að setja illa lyktandi hest á borðið og viljir hann eins og langt frá kóngi og drottningu og hægt er.

Skref 5: Bikup stendur við hlið riddara. 

Biskup kemur á milli illa lyktandi hests og kóngs og drottningar.

Skref 6: Drottningin stendur á eigin lit. 

Það skiptir máli á hvaða reit drottning fer. Auðvelt er að muna að drottningin vill að reiturinn passi við fötin. Hvít drottning á hvítum reit, svört drottning á svörtum reit.

Skref 7: Settu kónginn á síðasta reitinn. 

Á þessu stigi er aðeins einn laus reitur, og kóngurinn á að fara á hann.

Skref 8: Ekki gleyma að hvítur leikur fyrst. 

Í skák, þá byrjar hvítur alltaf. Það er hægt að ákveða hvor er hvítur með því að setja hvítt peð í lófa og höndina fyrir aftan og leyfa mótherjanum að velja hönd. Ef hann velur þá með peðinu, hefur hann hvítt.

Ef þú vilt tefla, þá er tilbúið borð fyrir þig á chess.com!

Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?