Greinar
Bestu byrjanir fyrir byrjendur

Bestu byrjanir fyrir byrjendur

CHESScom
| 619 | Fyrir Byrjendur

Fyrstu leikir hverrar skákar eru oft þeir mikilvægustu. Í þessum leikjum kemur fram áætlun um það sem á eftir kemur, auk þess barátta um borðið er hafin. Byrjendur þurfa almennt ekki að leggja byrjanir á minnið. En það getur þó verið gott að þekkja þær allra algengustu.

Nokkrar af bestu byrjunum fyrir byrjendur eru:

#1 Ítalski leikurinn
Ítalski leikurinn byrjar á 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bc4. Tilgangurinn er að ná tökum á miðborðinu með peðum og riddara, og koma biskup í leik. Hrókering er einnig undirbúin.

#2 Sikileyjarvörn
Vinsælust meðal árásargjarnra leimanna með svart. Algengt er 2.Rf3 og 3.d4 sem nær tökum á miðjunni, en leyfir svörtum að hagnast á uppskiptum miðpeðs við biskupspeð.

#3 Frönsk vörn
Eitt það fyrsta sem skákmenn ættu að læra. Eftir e5 munu báðir vera með peðakeðjur. áhættan er sú að biskup á c8 getur erfitt um vik.

#4 Ruy-Lopez
Ein elsta og sígildasta byrjunin, og heitir eftir spænskum biskup. Árás er gerð á riddara sem verð e5 peð. Hvítur vonast með þessu til að setja meiri pressu á miðju svarts.

#5 Slevnesk vörn
Mjög traust vörn sem ver peð á d5 örugglega. Menn svarts komast allir á náttúrulega reiti en svartur mun hafa ögn minna pláss.

En besta byrjunin er að stjórna miðjunni með virkum mönnum, og fara varlega! Og þessa byrjun kanntu nú þegar.

Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?